Kynning á verkefnum fyrir PR stofur og Íslandsstofu
Markaðsstofur landshlutanna héldu nýverið kynningu á helstu verkefnum svæðanna fyrir PR stofur og Íslandsstofu. Tilgangur kynningarinnar var að vekja athygli sérstöðum hvers svæðis og hvernig best megi koma þeim á framfæri á alþjóðlegum mörkuðum.PR stofurnar gegna mikilvægu hlutverki í því að auka sýnileika Íslands á erlendum mörkuðum og tryggja að Ísland sé kynnt á sem áhrifaríkastan hátt. Íslandsstofa hefur gert samninga við PR stofur sem starfa á nokkrum af helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi.
Kristján Guðmundsson var fulltrúi Vesturlands á kynningunni og lagði hann sérstaka áherslu á ferðaleiðir á Vesturlandi. Þessar ferðaleiðir vöktu áhuga og leiddu af sér líflegar umræður um markaðssetningu svæðisins.
Að kynningu lokinni voru haldnir fundir með fulltrúum PR stofanna og hvers landshluta þar sem rætt var um hvernig hægt væri að koma sérstöðum hvers svæðis enn betur á framfæri. Margar góðar hugmyndir sköpuðust í þessum samtölum og spennandi verður að þróa þessar hugmyndir áfram.