Markaðsstofa Vesturlands tekur þátt í RETURN-verkefninu
Markaðsstofa Vesturlands er þátttakandi í verkefninu RETURN – Regenerative Economic Transfers for Universal Resilience in the North, sem hlaut styrk frá Interreg-áætluninni Northern Periphery and Arctic (NPA). Verkefnið er leitt af Arctic Centre við Háskólann í Lapplandi og er samstarfsverkefni aðila frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi, Írlandi, Skotlandi og Finnlandi.