Rúmar 50 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaða á Vesturlandi
6 verkefni á Vesturlandi hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 50,8 milljónir. Alls hlutu 28 verkefni styrk en Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal þann 14. apríl síðastliðinn.