Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi - Opinn fundur í Hjálmakletti
Við bjóðum til opins fundar í Borgarnesi, Hjálmakletti miðvikudaginn, 8. mars kl. 10:00
Á fundinum verður sjónum beint að hæfni, gæðum og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu.
Fundarstjóri er Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV.
Gestafyrirlesari fundarins verður Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá ISAVIA en hún ætlar að fjalla um hvernig við tengjum heiminn í gegnum Ísland.
Á dagskránni verða sex fjölbreyttir fyrirlestrar um ferðaþjónustu á Vesturlandi, boðið verður upp á hádegismat og deginum líkur með pallborðsumræðum þar sem Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Dalabyggð, mun ræða um nýliðaþjálfun, áskoranir í ferðaþjónustu á Vesturlandi og aukin gæði við þátttakendur.
Þátttaka á fundinum er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.
Hér má sjá dagskrána og skrá sig á fundinn.
Hlökkum til að sjá ykkur í Hjálmakletti!
Markaðsstofa Vesturlands, SAF og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
.