Samráðsfundur Ferðamálastofu og markaðs- og áfangastaðastofum
13. desember var haldinn á árlegur fundur Markaðsstofa landshlutanna og Ferðamálastofu. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Markaðsstofu Vesturlands á fundinum.
Markmið fundarins var að fara yfir samstarf og samstarfsfleti þessara stofnana og ræða endurnýjun samninga. Samningarnir og samstarfið byggja á þeirri forsendu að markaðsstofurnar séu lykileiningar í stoðkerfi ferðamála hvers landshluta. Þær eiga að styðja við ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga innan svæðanna í þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu.