Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónusta vegur þungt í útsvarstekjum á Vesturlandi

Ný "Glefsa" er komin út hjá SSV, með stuttri greiningu frá Vífli Karlssyni sem sýnir að ferðaþjónusta er orðin mikilvæg tekjulind margra sveitarfélaga á Vesturlandi.

Vesturland Kynnt á vinnustofum í Bandaríkjunum

Dagana 7.–10. apríl stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í þremur borgum í Bandaríkjunum. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Markaðsstofu Vesturlands og kynnti Vesturlandið fyrir amerískum söluaðilum.
Móttakan á Fosshótel Reykholti

Fosshótel Reykholt og Bjarteyjarsandur hlutu viðurkenningu CIE Tours

Bjarteyjarsandur Farm og Fosshótel Reykholt hlutu sérstaka viðurkenningu frá CIE Tours við afhendingu hvatningarverðlauna fyrirtækisins. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt á Íslandi og byggja þau á umsögnum um það bil þúsund ferðamanna, aðallega frá Bandaríkjunum, sem ferðast með CIE Tours. Þeir aðilar sem fá yfir 90% ánægju meðal viðskiptavina hljóta sérstaka viðurkenningu.
Kristján Guðmundsson var fundarstjóri á málþinginu.

Málþing á Hótel Hamri: Samfélag fyrir starfsfólk – að koma til að vera

Áhugavert málþing var haldið á Hótel Hamri í Borgarbyggð þann 3. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu?“ Þar komu saman fulltrúar ferðaþjónustunnar, sveitarfélaga og annarra hagaðila til að ræða móttöku, inngildingu og búsetuskilyrði á svæðinu fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.

Er Vesturland aðlaðandi fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu?

Áfangastaða- og Markaðsstofa Vesturlands stóð nýverið fyrir spurningakönnun meðal ferðaþjónustufyrirtækja á Vesturlandi þar sem meðal annars var spurt um búsetu, húsnæðisþörf og ráðningar starfsfólks.
Tjaldsvæðið í Kalmansvík á Akranesi

Ferðaáform Íslendinga skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi

Nýjustu skýrslur Ferðamálastofu sýna að Íslendingar halda áfram að sækja í innanlandsferðir og útivist. Ferðaáform fyrir árið 2025 gefa skýra vísbendingu um tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.

Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL

Ferðaþjónustan skiptir máli! Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar. Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost? Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Ferðafólk við Hraunfossa í Borgarfirði

Markaðsstofa Vesturlands tekur þátt í RETURN-verkefninu

Markaðsstofa Vesturlands er þátttakandi í verkefninu RETURN – Regenerative Economic Transfers for Universal Resilience in the North, sem hlaut styrk frá Interreg-áætluninni Northern Periphery and Arctic (NPA). Verkefnið er leitt af Arctic Centre við Háskólann í Lapplandi og er samstarfsverkefni aðila frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi, Írlandi, Skotlandi og Finnlandi.

SNJÖLL FERÐAÞJÓNUSTA - Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18. febrúar í streymi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 18.febrúar frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.
Vesturland á Icelandair Mid-Atlantic í Laugardalshöll 2025

Fréttabréf - Janúar 2025

Fyrsta fréttabréf ársins er komið út.

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi

Nú er komin út lokaskýrsla fyrir verkefnið MÓTTAKA SKEMMTIFERÐASKIPA OG SKIPAFARÞEGA Á SNÆFELLSNESI

Kynning á verkefnum fyrir PR stofur og Íslandsstofu

Markaðsstofur landshlutanna héldu nýverið kynningu á helstu verkefnum svæðanna fyrir PR stofur og Íslandsstofu. Tilgangur kynningarinnar var að vekja athygli sérstöðum hvers svæðis og hvernig best megi koma þeim á framfæri á alþjóðlegum mörkuðum.PR stofurnar gegna mikilvægu hlutverki í því að auka sýnileika Íslands á erlendum mörkuðum og tryggja að Ísland sé kynnt á sem áhrifaríkastan hátt. Íslandsstofa hefur gert samninga við PR stofur sem starfa á nokkrum af helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Vesturlands á kynningunni og lagði hann sérstaka áherslu á ferðaleiðir á Vesturlandi. Þessar ferðaleiðir vöktu áhuga og leiddu af sér líflegar umræður um markaðssetningu svæðisins. Að kynningu lokinni voru haldnir fundir með fulltrúum PR stofanna og hvers landshluta þar sem rætt var um hvernig hægt væri að koma sérstöðum hvers svæðis enn betur á framfæri. Margar góðar hugmyndir sköpuðust í þessum samtölum og spennandi verður að þróa þessar hugmyndir áfram.