Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tjaldsvæðið í Kalmansvík á Akranesi

Ferðaáform Íslendinga skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi

Nýjustu skýrslur Ferðamálastofu sýna að Íslendingar halda áfram að sækja í innanlandsferðir og útivist. Ferðaáform fyrir árið 2025 gefa skýra vísbendingu um tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.

Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL

Ferðaþjónustan skiptir máli! Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar. Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost? Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
Ferðafólk við Hraunfossa í Borgarfirði

Markaðsstofa Vesturlands tekur þátt í RETURN-verkefninu

Markaðsstofa Vesturlands er þátttakandi í verkefninu RETURN – Regenerative Economic Transfers for Universal Resilience in the North, sem hlaut styrk frá Interreg-áætluninni Northern Periphery and Arctic (NPA). Verkefnið er leitt af Arctic Centre við Háskólann í Lapplandi og er samstarfsverkefni aðila frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Svíþjóð, Noregi, Írlandi, Skotlandi og Finnlandi.

SNJÖLL FERÐAÞJÓNUSTA - Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 18. febrúar í streymi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, SAF og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 18.febrúar frá 11:00-12:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook.
Vesturland á Icelandair Mid-Atlantic í Laugardalshöll 2025

Fréttabréf - Janúar 2025

Fyrsta fréttabréf ársins er komið út.

Móttaka skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi

Nú er komin út lokaskýrsla fyrir verkefnið MÓTTAKA SKEMMTIFERÐASKIPA OG SKIPAFARÞEGA Á SNÆFELLSNESI

Kynning á verkefnum fyrir PR stofur og Íslandsstofu

Markaðsstofur landshlutanna héldu nýverið kynningu á helstu verkefnum svæðanna fyrir PR stofur og Íslandsstofu. Tilgangur kynningarinnar var að vekja athygli sérstöðum hvers svæðis og hvernig best megi koma þeim á framfæri á alþjóðlegum mörkuðum.PR stofurnar gegna mikilvægu hlutverki í því að auka sýnileika Íslands á erlendum mörkuðum og tryggja að Ísland sé kynnt á sem áhrifaríkastan hátt. Íslandsstofa hefur gert samninga við PR stofur sem starfa á nokkrum af helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Vesturlands á kynningunni og lagði hann sérstaka áherslu á ferðaleiðir á Vesturlandi. Þessar ferðaleiðir vöktu áhuga og leiddu af sér líflegar umræður um markaðssetningu svæðisins. Að kynningu lokinni voru haldnir fundir með fulltrúum PR stofanna og hvers landshluta þar sem rætt var um hvernig hægt væri að koma sérstöðum hvers svæðis enn betur á framfæri. Margar góðar hugmyndir sköpuðust í þessum samtölum og spennandi verður að þróa þessar hugmyndir áfram.

Áhersluverkefni um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi formlega lokið

Áhersluverkefnið um móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi er nú formlega lokið og lokaskýrsla komin út.

Kynning fyrir stoðkerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir fundi þar sem fulltrúar stoðkerfis ferðaþjónustu á Vesturlandi fengu kynningu á þeim verkefnum sem unnið er að í hverjum landshluta. Kristján Guðmundsson var fulltrúi Vesturlands á fundinum og kynnti helstu verkefni sem unnið er að í landshlutanum. Á fundinum voru fulltrúar frá Íslandsstofu, Ferðamálastofu, starfsmenn ráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustu og Íslenska ferðaklasans.

Vesturland kynnt á Mid-Atlantic ferðasýningunni 2025

Mid-Atlantic ferðasýningin, sem haldin er annað hvert ár af Icelandair, fór fram í Reykjavík dagana 30 janúar til 2 febrúar og laðaði að sér fjölda ferðasöluaðila víðsvegar að úr heiminum. Sýningin er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu til að mynda og styrkja sambönd við samstarfsaðila víða út heiminum.
Margrét Björk, fagstjóri áfangastaða- og markaðssviðs SSV og Thelma Harðardóttir við undirritun samn…

Tímabundin útvistun á samfélagsmiðlum Visit West Iceland

Haukey slf. tekur tímabundið við samfélagsmiðlum Visit West Iceland.
Silja, Maggi og Aron frá Simply the West á Mannamótum 2025

Stærstu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna frá upphafi

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fóru fram í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar síðastliðinn. Mannamót eru hluti af Ferðaþjónustuvikunni sem var haldin dagana 14.-16. janúar víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið.