Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Heimasíða Vestfjarðaleiðarinnar komin í loftið

Heimasíða fyrir Vestfjarðaleiðina sem er 950 km ferðamannaleið um Vestfirði og Dali er komin í loftið. Á heimasíðu verkefnisins má finna almennar upplýsingar um þessa nýju ferðamannaleið, skoða helstu áhersluþætti sem og finna þátttökufyrirtæki verkefnsins.

Ratsjáin – verkfæri og verkefni til framfara fyrir ferðaþjónustuna

Sjö landshlutasamtök í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og RATA, hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, sem er sameiginlegt verkefni til að efla viðkomandi fyrirtækin til að takast á við ýmsar áskoranir á erfiðum tímum. Verkefnið hefst í janúar og lýkur um miðjan apríl 2021.

Gefum hvort öðru gleði og góða upplifun

Markaðsstofa Vesturlands hefur ákveðið að fara í markaðsátak í nóvember til að kynda undir landanum að versla við ferðaþjónustuna á Vesturlandi fyrir jólin í formi gjafabréfa í upplifun.

Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna 2021

Markaðsstofur landshlutanna hafa ákveðið að fresta hinu árlega Mannamóti sem halda átti í janúar 2021. Ekki hefur verið sett önnur dagsetning á viðburðinn en ákvörðun um það verður tekin um leið og tækifæri gefst.
Upplifðu Ísland

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs. 

Hvar erum við núna?

Í þessum þætti ferðumst við um Vesturland, frá Dölunum og alveg niður í Hvalfjörð. Sérfræðingur þáttarins, Jón Dagur, kemur frá Stykkishólmi en það er einmitt þar sem hægt er að taka ferju og sigla um Breiðafjörðinn til að reyna að telja allar eyjarnar þar. Hvað ætli þær séu margar? Þjóðsaga þáttarins gerist í Hvalfirði, en það er sko ástæða fyrir því að Hvalfjörður heitir það. Rauðhöfði, álagahvalurinn sem við kynntumst í þættinum um Reykjanesskagann, háði nefnilega sitt dauðastríð í Hvalfirði og sagan fjallar um það.

Þátttaka í menningardagskrá Vesturlands

Markaðsstofa Vesturlands flutt

Markaðsstofa Vesturlands hefur lokað skrifstofu sinni í Hyrnutorgi og hefur flutt starfsemi sína að Bjarnarbraut 8.
Snæfellsjökull.

Opið útboð í byggingu Þjóðgarðamiðstöðvar á Hellissandi

Ríkiskaup hafa auglýst byggingarútboð vegna framkvæmda við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Markaðsstofa Vesturlands bregst við ástandinu

Markaðsstofa Vesturlands bregst ástandinu í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Rætt var við Margréti Björk Björnsdóttur, forstöðumann markaðsstofunnar.
Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands lokar 1. apríl.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi lokar 1. apríl.

1,5 milljarði veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum