Heimasíða Vestfjarðaleiðarinnar komin í loftið
Heimasíða fyrir Vestfjarðaleiðina sem er 950 km ferðamannaleið um Vestfirði og Dali er komin í loftið. Á heimasíðu verkefnisins má finna almennar upplýsingar um þessa nýju ferðamannaleið, skoða helstu áhersluþætti sem og finna þátttökufyrirtæki verkefnsins.