Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fosshótel Reykholt

Aukin hæfni starfsfólks - fjársjóður í ferðaþjónustu á Vesturlandi - Opinn fundur í Hjálmakletti

Við bjóðum til opins fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi miðvikudaginn 8. mars kl. 10:00. Á fundinum verður sjónum beint að hæfni, gæðum og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu.

Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í fimm landa vinnustofu í London

Íslandsstofa skipulagði vinnustofuna í samstarfi við Visit Finland, Visit Greenland, Visit Faroe Islands og Visit Estonia.

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuna

Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Fulltrúar Hvammsvíkur á Icelandair Mid-Atlantic 2023

Icelandair Mid-Atlantic

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic var haldin í 29 skiptið í Laugardalshöllinni 27. janúar síðastliðinn.
Frá Mannamótum 2023

Vel heppnað Mannamót Markaðsstofa landshlutanna

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna var haldið fimmtudaginn síðastliðinn í Kórnum í Kópavogi. Það var margt um manninn, góð stemning og mikil bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar.
Frá Mannamótum 2021

Árið byrjar af krafti í ferðaþjónustu á landsvísu

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið í Kórnum í Kópavogi í næstu viku, fimmtudaginn 19. janúar.

Ísland sendir auglýsingaskilti út í geim

Ný herferð fyrir íslenska ferðaþjónustu hvetur vongóða geimferðalanga til að hugleiða Ísland sem álitlegri áfangastað.
Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna

Haustfundur MAS

Starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) hittust á tveggja daga vinnufundi í Reykjavík í vikunni, þar sem unnið var að mörkun fyrir samstarf markaðsstofanna. Í dag starfa um tuttugu manns hjá MAS, sem vinna að eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á undanförnum árum hefur samstarfið aukist sem hefur meðal annars skilað sér í fjölmennasta viðburðinum í íslenskri ferðaþjónustu, Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

20. október næstkomandi verður uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldin á Snæfellsnesi.

Vestnorden í Nuuk 2022

Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í Nuuk í Grænlandi dagana 19-22. september.

Viðvera og opnir viðtalstímar á starfssvæðum veturinn 2022-2023

Mikilvægt er að gott samtal og samráð sé milli starfsmanna okkar og hagaðila ferðamála á Vesturlandi, því bjóðum við meðal annars upp á viðveru og opna viðtalstíma á öllum starfssvæðum þar sem við vonumst eftir að hitta sem flesta og geta kynnt okkur ferðamálin á hverju svæði.

Hjólareiðakeppnin Grefillinn í Borgarfirði um helgina

Hjólreiðakeppnin Grefillinn verður haldin annað árið í röð núna á laugardaginn, 20. ágúst.