Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Vinnufundur MAS á Norðurlandi
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) hittust á tveggja daga vinnufundi norður á Akureyri og í Mývatnssveit dagana 21.-22. nóvember.
Vesturland á World Travel Market
Ferðasýningin World Travel Market fór fram dagana 6-8 nóvember. Fulltrúar 19 íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sóttu sýninguna auka þriggja markaðsstofa.
Þessi árlega sýning er ein stærsta ferðasýning í heimi og stendur yfir í þrjá daga en búist er við að yfir 50 þúsund gestir sæki viðburðinn.
Vinna úr aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 birt í Samráðsgátt
Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030 hefur verið birt í Samráðsgátt. Byggt er á vinnu sjö starfshópa, og stýrihóps, um mótun ferðamálastefnu 2030 og aðgerðaráætlun hennar.
Opið fyrir umsóknir í Vesturbrú til 6. nóvember
Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á Vesturlandi, tengja fólk saman og stuðla að nýjum verkefnum og verðmætasköpun á svæðinu.
Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna - Hluti af Ferðaþjónustuvikunni
Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.
Vesturland á Vestnorden
Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023.
Pre tour fyrir Vestnorden
Ferðaskrifstofur víða að kynntu sér ferðaleiðina Silfur hringin fyrir kaupstefnuna Vestnorden.
Franskir blaðamenn á ferð um Vesturland
Markaðsstofa Vesturlands í samstarfi við Íslandsstofu tók á móti frönskum blaðamönnum
Afmælisráðstefna AECO í Osló
Í tilefni af 20 ára afmæli AECO samtakanna (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) var haldinn glæsileg afmælisráðstefna í Osló dagana 17.-18. október síðastliðinn. Margrét Björk, fagstjóri áfangastaða- og markaðssviðs SSV flaug til Noregs og var einn af fulltrúum Íslands á ráðstefnunni. Hún kynnti áfangastaðinn Vesturland og undirritaði samstarfsyfirlýsingu um þátttöku í samráðsvettvangi áfangastaða á norðurslóðum.
Vel heppnaður súpufundur í Breiðinni
Fimmtudaginn 7. september bauð áfangastaða- og markaðssvið SSV, í samstarfi við Akraneskaupstað og Breið þróunarfélag upp á súpufund í nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi þar sem fjallað var um ferða- og menningarmál á Vesturlandi.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024 og verður opnað fyrir umsóknir mánudaginn 11. september.