Vesturland á Vestnorden
Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í Reykjavík dagana 17. og 18. október 2023.
24.10.2023
Markaðsstofa Vesturlands tók þátt í Vestnorden ásamt fjölda annara fyrirtækja af Vesturlandi.
Ljóst er að mikil eftirspurn er eftir Íslandi og finnum við að Vesturland fær sífellt meiri athygli.
Íslandsstofa hélt utan um kaupstefnuna í samstarfi við Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi.
Á Vestnorden voru um 500 gestir sem tóku þátt í kaupstefnunni sem fam fór 39. skipti.
Á Vestnorden var lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.