ÁFANGASTAÐAÁÆTLANIR DMP VESTURLAND
Um nokkurt skeið hefur verið í gangi undirbúningsvinna fyrir DMP – Destination Management Plan eða áfangastaðaáætlanir DMP á landsvísu, en unnið út frá landssvæðum. DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.