Samstarf eykur slagkraft - The Icelandic Pledge
Samstarf eykur slagkraft - The Icelandic Pledge
Ný sumarherferð Inspired by Iceland hófst þann 16. júní síðastliðinn þar sem aðaláherslan er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland.
Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum.
Með þessari sumarherferð er hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Ánægðir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Það er mikilvægt að stuðla að því að ferðaþjónustan dafni í sátt við samfélag og náttúru, og við þurfum þína hjálp.
Allir geta tekið þátt! Því fleiri því betra, þannig náum við til fleiri ferðamanna.
Ferðamenn geta samþykkt loforðið á www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge og fá rafræna viðurkenningu að launum sem hægt er að deila áfram á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #IcelandicPledge og með því hvatt aðra til þess að gera slíkt hið sama.
Íslendingar geta tekið þátt í að hvetja ferðamenn til að samþykkja loforðið með því að deila vefsíðunni á samfélagsmiðlum.
Fyrirtæki hafa tækifæri á að leggja sitt af mörkum með eftirfarandi hætti:
- Birta ákveðinn borða "Take the Icelandic Pledge" á vefsíðu sinni (sjá dæmi hér fyrir ofan). Hægt er að sækja grafískt efni herferðar hér.
- Deila vefsíðu herferðar á samfélagsmiðlum sínum eða fréttabréfum: http://www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge