Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL
Ferðaþjónustan skiptir máli!
Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar.
Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost?
Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í ferðaþjónustu á Vesturlandi.
26.03.2025
Markaðsstofa Vesturlands, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar bjóða til málþings á Hótel Hamri þann 3. apríl næstkomandi kl. 10:00 - 12:30.
Þemu dagsins eru þrjú; „Ferðaþjónustan sem samfélagsleg auðlind“, „Inngilding starfsfólks – lykill að rótfestu“ og „Búsetumál – áskoranir og sameiginleg ábyrgð“.
Aðgangur að málþinginu er frír en mikilvægt er að skrá sig. Beint streymi verður frá málþinginu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt.
Boðið verður upp á léttan hádegisverð og tengslamyndun að málþingi loknu.
Smellið hér fyrir nánari upplýsingar og skráningu!