Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónusta vegur þungt í útsvarstekjum á Vesturlandi

Ný "Glefsa" er komin út hjá SSV, með stuttri greiningu frá Vífli Karlssyni sem sýnir að ferðaþjónusta er orðin mikilvæg tekjulind margra sveitarfélaga á Vesturlandi.

Eyja- og Miklaholtshreppur sker sig úr með 23,5% af útsvarsgrunni árið 2024 sem rekja má til ferðaþjónustu – sem er hæsta hlutfallið á Vesturlandi og það sjöunda hæsta á landsvísu. Borgarbyggð og Stykkishólmur fylgja fast á eftir með rúmlega 12% og Snæfellsbær með um 9%. Grundarfjörður stendur í 7% en önnur sveitarfélög í landshlutanum eru undir 5%.

Í greiningunni er varað við að hækkun skatta á ferðaþjónustu gæti haft mismunandi áhrif eftir vægi atvinnugreinarinnar í tekjum sveitarfélaga. Greiningin sýnir einnig að íbúaþróun er oft hagstæðari þar sem ferðaþjónusta og skapandi greinar hafa sterkari stöðu.

Hér má nálgast glefsuna.