Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir og fróðleikur

Ísland sendir auglýsingaskilti út í geim

Ný herferð fyrir íslenska ferðaþjónustu hvetur vongóða geimferðalanga til að hugleiða Ísland sem álitlegri áfangastað.
Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna

Haustfundur MAS

Starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) hittust á tveggja daga vinnufundi í Reykjavík í vikunni, þar sem unnið var að mörkun fyrir samstarf markaðsstofanna. Í dag starfa um tuttugu manns hjá MAS, sem vinna að eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Á undanförnum árum hefur samstarfið aukist sem hefur meðal annars skilað sér í fjölmennasta viðburðinum í íslenskri ferðaþjónustu, Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

20. október næstkomandi verður uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldin á Snæfellsnesi.

Vestnorden í Nuuk 2022

Ferðakaupstefnan Vestnorden var haldin í Nuuk í Grænlandi dagana 19-22. september.

Viðvera og opnir viðtalstímar á starfssvæðum veturinn 2022-2023

Mikilvægt er að gott samtal og samráð sé milli starfsmanna okkar og hagaðila ferðamála á Vesturlandi, því bjóðum við meðal annars upp á viðveru og opna viðtalstíma á öllum starfssvæðum þar sem við vonumst eftir að hitta sem flesta og geta kynnt okkur ferðamálin á hverju svæði.

Hjólareiðakeppnin Grefillinn í Borgarfirði um helgina

Hjólreiðakeppnin Grefillinn verður haldin annað árið í röð núna á laugardaginn, 20. ágúst.
Kristján Guðmundsson og Thelma Harðardóttir

Mannabreytingar hjá Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands

Thelma Harðardóttir verkefnastjóri á Áfangastaða- og markaðssviði SSV og Markaðsstofu Vesturlands mun láta af störfum um miðjan ágúst. Ákveðið hefur verið að ráða Kristján Guðmundsson í tímabundið starf verkefnastjóra frá 15. ágúst fram til 1. mars nk.
Hjá Góðu fólki

Æt blóm, salat og hnallþórur í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi

Á Syðra-Lágafelli á Snæfellsnesi er lítið kaffi- og listahús sem býður m.a. upp á æt blóm, salat og hnallþórur. Þar er vistvæn ræktun og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin.
Drónamynd af Akranesi

Hvað má og hvað má ekki - nýr leiðarvísir fyrir gesti sem koma með skemmtiferðaskipum í höfn á Akranesi

Staðbundnir leiðarvísar veita gestum skemmtiferðaskipa hjálpleg tilmæli áður en komið er í höfn á hverjum stað. Þeir innihalda ábendingar um hvert sé best að fara og ráð um hvernig eigi að vera tillitsamur gestur. Meðal annars hvetur leiðarvísirinn gesti til að njóta bæjarins og landslagsins, en láta gróður, dýr og menningararf ósnortna. Leiðarvísirinn bendir einnig á markverða staði og gönguleiðir.
Haffi bröltir um holt og hæðir Vesturlands

Útivistarparadísin Vesturland

Eitt af áhersluverkefnum Áfangastaðaáætlunar Vesturlands er að greina og kortleggja aðgengilegar útivistarleiðir og safna gögnum um þær í miðlægan gagnagrunn sem ætlaður er til úrvinnslu og upplýsingamiðlunar.
Mynd af hópnum við Snorralaug í Reykholti.

Aðalfundur samtaka um söguferðaþjónustu í Húsafelli

Samtök um söguferðaþjónustu héldu aðalfund samtakanna í Húsafelli og fóru vettvangsferð um uppsveitir Borgarfjarðar núna á þriðjudag og miðvikudag.
Mynd af hópnum við Snorralaug í Reykholti.

Aðalfundur samtaka um söguferðaþjónustu í Húsafelli

Samtök um söguferðaþjónustu héldu aðalfund samtakanna í Húsafelli og fóru vettvangsferð um uppsveitir Borgarfjarðar núna á þriðjudag og miðvikudag.