Fræðsludagskrá Snæfellsjökulsþjóðgarðs 2024 er hafin
Í Snæfellsjökulsþjóðgarði bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og barnastundir frá 15. júní til 31. ágúst 2024. Þar að auki eru vikulegar sérgöngur alla miðvikudaga í júlí og ágúst. Göngurnar eru að jafnaði auðveldar og henta öllum aldri. Allir eru velkomnir og aðgangur er frír.