Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vesturland á World Travel Market

Ferðasýningin World Travel Market fór fram dagana 6-8 nóvember. Fulltrúar 19 íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu sóttu sýninguna auka þriggja markaðsstofa. Þessi árlega sýning er ein stærsta ferðasýning í heimi og stendur yfir í þrjá daga en búist er við að yfir 50 þúsund gestir sæki viðburðinn.

Markaðsstofa Vesturlands var á sýningunni og kynnti áfangastaðinn Vesturland. Hvammsvík var á staðnum og kynnti sína starfsemi. 
Meðal sýnenda frá Íslandi voru ferðaskrifstofur, hótel, afþreyingarfyrirtæki, baðlón og flugfélög.
Hér má sjá lista yfir íslensku fulltrúana

WTM er alþjóðleg ferðasýning og kaupendur koma hvaðanæva að í heiminum.
Ísland var eina Norðurlandið með þjóðarbás á sýningunni að þessu sinni.
Áhugi á Íslandi er mikill og var stöðugur straumur gesta á þjóðarbás Íslands.
Forsetafrú Íslands, Frú Eliza Reid var með í för á sýningunni.
Eliza var frábær ambassador fyrir Ísland og var meðal annars í viðtölum hjá NBC Universal, History Channel og hjá Simon Caldwell ,
sem skrifar m.a. fyrir The Independent, Guardian o.fl.
Þá var hún gestur í podköstum, ásamt því að taka þátt í tveimur pallborðsumræðum.
Á öðrum degi sýningar var boðið í móttöku á básnum sem Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands í London sótti,
ásamt forsetafrúnni og áttu þau góð samtöl við fulltrúa íslensku fyrirtækjanna.

Mikill áhugi var á Íslandi og ekki síður Vesturlandi, ljóst er að áhugi fer síður en svo dvínadi og því okkar að undirbúa vel að taka á móti gestum okkar. 

Hvammsvík