Móttaka skemmtiferðaskipa og farþega á Snæfellsnesi
Áfanga- og markaðssvið SSV er þessa dagana og næstu vikur að vinna að verkefni sem felur í sér að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi. Verkefnið er unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Stykkishólm, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svæðisgarðinn Snæfellsnes og AECO (The Association of Arctic Expedition Cruise Operators. Að auki kemur Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI að verkefninu með ráðgjöf og aðstoð.