Icelandair Mid-Atlantic
Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic var haldin í 29 skiptið í Laugardalshöllinni 27. janúar síðastliðinn.
30.01.2023
Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnan er kjörinn vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila víðs vegar að úr heiminum til að koma saman, kynnast, mynda viðskiptasambönd og skiptast á hugmyndum. Kaupstefnan er haldin annað hvert ár á Íslandi sem er hentugt vegna staðsetningar okkar á milli Evrópu og Norður Ameríku þar sem sýnendur koma frá Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Icelandair Mid-Atlantic heppnaðist vel að vanda en ferðakaupstefnan hefur ekki verið haldin síðastliðin 3 ár vegna Covid-19. Það var því mikil eftirvænting í þátttakendum að koma loks saman. Um það bil 200 básar voru settir upp í Laugardalshöllinni og tæplega 5.500 fundir voru bókaðir á milli hátt í 1.000 þátttakenda frá 23 löndum.
Fulltrúar frá Markaðsstofu Vesturlands mættu fyrir hönd Visit West Iceland ásamt Hótel Búðum, Hótel Húsafelli og Hvammsvík sjóböðum. Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað og var þéttsetið á fundum hjá Vestlendingum.
.