Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi

20. október næstkomandi verður uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldin á Snæfellsnesi.

20. október næstkomandi verður uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi haldin á Snæfellsnesi. 

Við munum byrja daginn á Miðhrauni (Lava Resort) þar sem við fáum áhugaverðar kynningar tengdar ferðaþjónustu. Eftirfarandi aðilar munu vera með erindi:

  • Markaðsstofa Vesturlands
  • Íslandsstofa
  • Ferðamálastofa
  • Hæfnissetrið
  • Svæðisgarðurinn

Eftir hádegið förum við rúnt um Snæfellsnesið og kynnum okkur starfsemi á svæðinu. Við endum að lokum daginn í Langaholti í kvöldverði og gistingu fyrir þá sem vilja.

Dagskrá

  • 10:00 Mæting á Miðhraun (Lava Resort)
  • 10:05 Kynningar 
    • Markaðsstofa Vesturlands
    • Íslandsstofa
    • Ferðamálastofa
    • Hæfnissetur Ferðaþjónustunnar
    • Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
  • 12:00-13:00 Hádegisverður á Miðhrauni
  • 13:20 Kynnisferð um Snæfellsnes, farið frá Langaholti (Allir þurfa að koma á eigin bílum í Langaholt) 
    • 13:30-14:20 Búðir - kynning á uppbyggingu á Hótel Búðum og Búðakirkja skoðuð
    • 15:00-16:00 Grundarfjörður - Innlit til Listons 
    • 16:30-18:30 Stykkishólmur
      • 16:35 Ör-söguganga með Önnu Melsted
      • 17:30 Narfeyrarstofa - fordrykkur og kynning á uppbyggingu á Narfeyrarstofu 
    • 19:10 Kvöldverður á Langaholti

Uppskeruhátíðin er eingöngu fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Vesturlands og vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta. 

Hér má skrá sig á uppskeruhátíðina.  eða hafa samband við bjork@west.is 

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að við munum hittast á Miðhrauni kl. 10:00. Eftir hádegið aka allir á eigin bílum að Langaholti þar sem hópurinn sameinast í rútu. Áætlað er að koma aftur að Langaholti um kl. 19:00. 

Kvöldverðarhlaðborð 6.900 kr. á mann

Tveggja manna herbergi 20.000 kr., morgunverður innifalinn. 

Einstaklingsherbergi 15.000 kr., morgunverður innifalinn.