Kynning fyrir stoðkerfi ferðaþjónustu á Íslandi
Markaðsstofur landshlutanna stóðu fyrir fundi þar sem fulltrúar stoðkerfis ferðaþjónustu á Vesturlandi fengu kynningu á þeim verkefnum sem unnið er að í hverjum landshluta.
Kristján Guðmundsson var fulltrúi Vesturlands á fundinum og kynnti helstu verkefni sem unnið er að í landshlutanum.
Á fundinum voru fulltrúar frá Íslandsstofu, Ferðamálastofu, starfsmenn ráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustu og Íslenska ferðaklasans.
03.02.2025