Vesturland Kynnt á vinnustofum í Bandaríkjunum
Dagana 7.–10. apríl stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í þremur borgum í Bandaríkjunum.
Kristján Guðmundsson var fulltrúi Markaðsstofu Vesturlands og kynnti Vesturlandið fyrir amerískum söluaðilum.
16.04.2025
Um 23 fyrirtæki frá Íslandi sóttu vinnustofurnar, sem haldnar voru í þremur borgum: Boston, Minneapolis og Nashville. Icelandair opnaði nýja flugleið til tónlistarborgarinnar Nashville samdægurs. Mikill áhugi var á vinnustofunum, og samtals sóttu þær um 140 bandarískir söluaðilar. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands, hitti íslenska hópinn í Nashville, en hún var einnig viðstödd þegar nýja flugleiðin var formlega opnuð.