Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fosshótel Reykholt og Bjarteyjarsandur hlutu viðurkenningu CIE Tours

Bjarteyjarsandur Farm og Fosshótel Reykholt hlutu sérstaka viðurkenningu frá CIE Tours við afhendingu hvatningarverðlauna fyrirtækisins. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt á Íslandi og byggja þau á umsögnum um það bil þúsund ferðamanna, aðallega frá Bandaríkjunum, sem ferðast með CIE Tours. Þeir aðilar sem fá yfir 90% ánægju meðal viðskiptavina hljóta sérstaka viðurkenningu.
Móttakan á Fosshótel Reykholti
Móttakan á Fosshótel Reykholti

CIE Tours, eitt af stærstu skipulagða ferðaskrifstofunum fyrir Norður-Ameríkumarkað, hefur í yfir 90 ár boðið upp á ferðir til Írlands, Bretlands og víðar. Fyrirtækið hóf ferðir til Íslands árið 2019 og hefur síðan komið með þúsundir ferðamanna til landsins, aðallega frá Bandaríkjunum. Verðlaun CIE Tours eru veitt árlega á Írlandi og í Bretlandi og nú í fyrsta sinn á Íslandi.

Viðurkenningar eru veittar byggt á umsögnum um það bil þúsund ferðamanna sem ferðast til Íslands með CIE Tours árlega. Þeir aðilar sem skora hæst í ánægju viðskiptavina fá gullverðlaun, en fyrirtæki sem fá yfir 90% ánægju hljóta sérstaka viðurkenningu.

Fosshótel Reykholt í Borgarfirði og Bjarteyjarsandur í Hvalfjarðarsveit hlutu sérstaka viðurkenningu frá CIE Tours fyrir framúrskarandi þjónustu og upplifun. Þetta er mikilvæg hvatning fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og staðfesting á gæðum og vel unnu starfi.

Fjölskyldan á Bjarteyjarsandi