Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vesturland kynnt á Mid-Atlantic ferðasýningunni 2025

Mid-Atlantic ferðasýningin, sem haldin er annað hvert ár af Icelandair, fór fram í Reykjavík dagana 30 janúar til 2 febrúar og laðaði að sér fjölda ferðasöluaðila víðsvegar að úr heiminum. Sýningin er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu til að mynda og styrkja sambönd við samstarfsaðila víða út heiminum.

Markaðsstofa Vesturlands tók virkan þátt í sýningunni og kynnti Vesturland sem spennandi áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki af Vesturlandi voru einnig á svæðinu, þar sem þau hittu væntanlega samstarfsaðila og kynntu einstaka upplifun sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Á sýningunni voru m.a. kynntir gistimöguleikar, afþreyingarferðir og matarupplifun sem draga fram sérstöðu svæðisins.

Þátttaka Vesturlands á Mid-Atlantic sýningunni var mikilvægt skref í að efla sýnileika svæðisins á erlendum mörkuðum og skapa ný tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.


Lava resort Miðhraun 


Láki Tours

Hótel Húsafell


Sigrún frá Samtökum Söguferðaþjónustu