Vesturland kynnt á Mid-Atlantic ferðasýningunni 2025
Markaðsstofa Vesturlands tók virkan þátt í sýningunni og kynnti Vesturland sem spennandi áfangastað fyrir erlenda ferðamenn. Nokkur ferðaþjónustufyrirtæki af Vesturlandi voru einnig á svæðinu, þar sem þau hittu væntanlega samstarfsaðila og kynntu einstaka upplifun sem svæðið hefur upp á að bjóða.
Á sýningunni voru m.a. kynntir gistimöguleikar, afþreyingarferðir og matarupplifun sem draga fram sérstöðu svæðisins.
Þátttaka Vesturlands á Mid-Atlantic sýningunni var mikilvægt skref í að efla sýnileika svæðisins á erlendum mörkuðum og skapa ný tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.
Lava resort Miðhraun
Láki Tours
Hótel Húsafell
Sigrún frá Samtökum Söguferðaþjónustu