Vel heppnuð uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi
Markaðsstofa Vesturlands hélt vel heppnaða uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi í Hjálmakletti í Borgarnesi 17. október 2024.
20 manns frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu var boðið í FAM ferð um Borgarnes sem endaði í Hjálmakletti á frumsýningu og kynningu Markaðsstofu Vesturlands og Broadstone á nýju sölu- og markaðsverkfæri sem markaðsstofan og 23 ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi hafa nú þegar tekið í notkun. Að auki var samstarfsaðilum markaðsstofunnar og öðrum hagaðilum boðið á uppskeruhátíðina í Hjálmakletti. Léttar veitingar voru á boðstólum að kynningu lokinni og fengu þá ferðaþjónustuaðilar tækifæri til að eiga samtöl við ferðaskrifstofurnar sem komu að sunnan. Rúmlega 100 manns komu saman í Hjálmakletti og gerðu sér glaðan dag.
Hér má sjá sölu- og markaðsverkfærið fyrir áfangastaðinn Vesturland
Að lokinni dagskrá í Hjálmakletti komu starfsfólk Markaðsstofu Vesturlands, Broadstone og samstarfsaðilar markaðsstofunnar saman á Hótel Vesturlandi þar sem sveitarfélagið Borgarbyggð bauð upp á fordrykk, skálað var fyrir góðu samstarfi og dagurinn endaði á dýrindis hátíðarkvöldverði.
Myndir frá uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Vesturlandi 2024