SAMSTARF MARKAÐSSTOFA, HÖFUÐBORGARSTOFU OG ÍSLANDSSTOFU
Fulltrúar Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu skrifuðu í gær undir samstarfsyfirlýsingu á vettvangi markaðssetningar erlendis fyrir áfangastaðinn Ísland. Yfirlýsingin var undirrituð á fundi Íslandsstofu um ímynd Íslands sem áfangastaðar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica.
Síðastliðin ár hafa markaðsstofur landshlutanna, Höfuðborgarstofa og Íslandsstofa átt í góðu samstarfi, sem hefur þó aldrei verið formgert fyrr en nú. Markaðsstofurnar sjö og Íslandsstofa eru samstarfsvettvangur og vinna í nánu samstarfi við hagaðila á sínum svæðum.
Þegar yfirlýsingin var undirrituð sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu m.a.: „Það eru hagsmunir okkar allra að við vinnum þétt saman að markaðssetningu og kynningarstarfi fyrir áfangastaðinn Ísland. Við vinnum saman að markmiðum í ferðaþjónustu og Vegvísi ferðaþjónustunnar. Við leggjum áherslu í öllum okkar störfum á að fá ferðamann til að ferðast víðar um landið og til allra landshluta, koma allt árið um kring, dvelja lengur og eyða meiru í för sinni um landið ásamt því að viðhalda ánægju ferðamanna...Tækifærin eru víða og framtíðin er svo sannarlega björt!"
Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru eftirfarandi aðilar:
Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Norðurland
Áshildur Bragadóttir, Höfuðborgastofa
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Suðurlands
Díana Jóhannsdóttir, Markaðsstofa Vestfjarða
Jón Ásbergsson, Íslandsstofa
Jóna Árný Þórðardóttir, Austurbrú
Kristján Guðmundsson, Markaðsstofa Vesturlands
Þuríður H. Aradóttir, Markaðsstofa Reykjaness