Ó, DÝRA LÍF, sýning Jónínu Guðnadóttur í Malarifsvita
Ó, DÝRA LÍF - sýning Jónínu Guðnadóttur verður í Malarrifsvita frá 30. júní til 2. september. Sýningin verður opinn daglega frá kl. 12:00 til 16:30. Enginn aðgangseyrir, en vitinn er við þjónustumiðstöð Þjóðgarðsins skammt frá Lóndröngum.
Innsetningin er samsett úr um 100 hlutum. Hún er á 5 hæðum og verður einfaldari eftir því sem ofar dregur. Í anddyri byrjar smá-forspil þar sem ég leik mér að því sem gjarnan rekur á fjöru í nágrenni vitans, þar eru m.a. pétursskip og ígulker. Á annari hæð eru hugleiðingar um lífið í sjónum sem heldur svo áfram upp á 3. h., fjaran tekur þá við og svo koll af kolli, og endar á himninum með ránfuglum sem eru einkenni þessa svæðis.
Magnað umhverfi er hvert sem augað eygir og gönguleiðir í allar áttir. Það er því er hægt að eiga innihaldsríka og góða dvöl á Snæfellsnesi, njóta menningar, náttúru og annars sem þessi einstaki staður býður upp á.