Mælaborð ferðaþjónustunnar komið í nýjan búning
Ferðamálastofa hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurbættri útgáfu af Mælaborði ferðaþjónustunnar og er það nú aðgengilegt notendum á vefnum.
15.11.2024
Helsta hlutverk Mælaborðs ferðaþjónustunnar er að safna saman tölulegum gögnum um ferðaþjónustu og birta þau myndrænt á einum stað. Meðal annars eru sótt gögn í gagnaveitur Hagstofunnar, Seðlabankans, Isavia o.fl. auk efnis sem unnið er hjá Ferðamálastofu.
Eftir endurhönnun mælaborðins hefur virði þess fyrir notendur aukist, aðgengi að gögnum er nú auðveldara og notkunarmöguleikar þeirra meiri. Helstu nýjungar eru samræmt útlit mælaborða, opnað hefur verið fyrir niðurhal á gögnum og aðlögun að mismunandi skjástærðum hefur verið bætt.