Haustráðstefna Markaðsstofa landshlutanna 12. september 2019
Markaðsstofur landshlutanna buðu til ráðstefnu um strauma og stefnur í ferðamálum framtíðarinnar.
Ráðstefnan var haldin á Hótel Reykjavík Natura 12. september 2019 frá 13:00 til 16:00.
Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL var gestur og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. MINTEL er leiðandi í ferðaþjónustu- og markaðsrannsóknum í heiminum í dag. Paul Davies er forstöðumaður rannsóknateymis fyrir ferðaþjónustu, frístundir og veitingaþjónustu. Hann hefur mikla reynslu á sviði markaðsrannsókna og víðtæka þekkingu á neytenda- og kauphegðun. Í fyrirlestri sínum mun Paul fara yfir helstu strauma og stefnur í kaup- og ferðahegðun fólks á heimsvísu, auk þess að fjalla um hvernig sú þróun hefur áhrif á ferðaþjónustu í heiminum.
Dagskrá:
-
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála opnar ráðstefnuna
-
Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsóknar hjá Mintel, Trends in Tourism
-
Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu Íslands, Stafræn tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu
-
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, Áfangastaðurinn hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn Ísland – Straumar og stefnur
-
Grétar Ingi Erlendsson, Nordic Green Travel, Eitt skref í einu
-
Ragnhildur Sigurðardóttir, svæðisgarðurinn Snæfellsnesi, „Fólk vill fólk - Upplýsingagjöf til ferðamanna"
-
Ráðstefnustjóri: Díana Jóhannsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða