Fjárréttir eru hafnar á Vesturlandi
Fjárréttir á Vesturlandi hófust þann 1. september og munu standa til 1. október.
05.09.2018
Fjár- og stóðréttir 2018
Tjörvi Bjarnason
Bændablaðið birtir yfirlit um fjár- og stóðréttir. Listinn er unninn með þeim hætti að leitað er til sveitarfélaga um upplýsingar. Víða hafa bændur og ráðunautar lagt hönd á plóginn. Á örfáum stöðum eru gloppur í listanum þar sem umbeðnar upplýsingar hafa ekki borist.
Á listanum er að finna upplýsingar um réttardaga og sumum tilvikum tímasetningar. Víða eru fyrri og seinni réttir og eru dagsetningar tilteknar í listanum þar sem við á. Upplýsingar um dagsetningar rétta eru birtar, skipt eftir landshlutum en í stafrófsröð innan hvers landshluta. Listi yfir helstu stóðréttir á landinu er neðst á síðunni.
Leitið til heimamanna
Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í lista af þessu tagi og eins geta náttúruöflin orðið til þess að breyta þarf tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi. Eru lesendur því hvattir til að hafa samband við heimamenn á hverjum stað til að fullvissa sig um réttar dag- og tímasetningar.
Upplýsingar um viðbætur og leiðréttingar sendist á netfangið tb@bondi.is. Uppfærslur á listanum eru gerðar jafnóðum. Vinsamlegast getið heimilda ef vitnað er í listann í öðrum miðlum.
Markmiðið að safna myndum frá öllum réttum landsins
Markmiðið að safna myndum frá öllum réttum landsins
Bændablaðið óskar eftir ljósmyndum af öllum réttum landsins. Tilgangurinn er að nota myndirnar á nýrri upplýsingasíðu á Netinu sem er í smíðum. Myndir af bæði fjár- og stóðréttum óskast sendar á netfangið tb@bondi.is eða merktar inni á Facebook eða Instagram með myllumerkinu #réttir2018 ásamt upplýsingum um heiti rétta og myndasmiðs. Skilyrðin eru að myndirnar sýni réttirnar og umhverfi þeirra. Áskilinn er réttur til að birta myndirnar á Netinu.
Gisting á Hótel Sögu og bókarverðlaun
Dregið verður úr nöfnum þeirra ljósmyndara sem senda réttarmyndir og fær einn þeirra að launum gistingu fyrir tvo á Hótel Sögu ásamt morgunmat. Þrír myndasmiðir til viðbótar fá senda veglega bókargjöf.
Vesturland | |
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit | sunnudaginn 16. sept. kl. 11.00 |
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. | laugardaginn 22. sept. |
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. | sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 23. sept. |
Brekkurétt í Saurbæ, Dal. | sunnudaginn 16. sept. |
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. | sunnudaginn 16. sept. |
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. | laugardaginn 15. sept. |
Fljótstungurétt á Hvítársíðu, Mýr. | sunnudaginn 9. sept., seinni réttir lau. 22. sept. |
Fróðárrétt í Fróðárhreppi | Ekki réttað lengur. |
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. | sunnudaginn 16. sept. |
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. | laugardaginn 22. sept. |
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. | þriðjudaginn 11. sept., seinni réttir mán. 24. sept. og mán. 1. okt. |
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. | laugardaginn 22. sept. |
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. | mánudaginn 10. sept., seinni réttir sun. 23. sept. og mán. 1. okt. |
Hornsrétt í Skorradal, Borg. |
sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00 |
Hólmarétt í Hörðudal, Dalabyggð | mánudaginn 24. sept. |
Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði | laugardaginn 15. sept. kl. 15.00 |
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu | sunnudaginn 2. sept. kl. 11.00 |
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. | laugardaginn 15. sept. |
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. | sunnudaginn 23. sept. |
Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshr. | mánudaginn 17. sept. kl. 16.00, seinni réttir lau. 29. sept. |
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. | laugardaginn 8. sept. |
Mýrar í Grundarfirði | laugardaginn 15. sept. kl. 15.00 |
Mýrdalsrétt í Hnappadal | þriðjudaginn 18. sept., seinni réttir sun. 7. okt. |
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. | laugardaginn 1. sept. kl. 15.00 |
Núparétt í Melasveit, Borg. | sunnudaginn 9. sept. kl. 13.00, seinni réttir lau. 22. sept. |
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. | miðvikudaginn 5. sept. kl. 9.00, seinni réttir sun. 30. sept. |
Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. | laugardaginn 15. sept. |
Ósrétt á Skógarströnd, Dal. | föstudaginn 28. sept. |
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. | sunnudaginn 16. sept., seinni réttir sun. 30. sept. |
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. | laugardaginn 22. sept., seinni réttir lau. 29. sept. |
Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. | sunnudaginn 16. sept. |
Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. | sunnudaginn 16. sept. |
Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. | sunnudaginn 9. sept. kl. 10.00, seinni réttir sun. 30. sept. |
Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. | mánudaginn 10. sept. kl. 10.00, seinni réttir mán. 24. sept. |
Tungurétt á Fellsströnd, Dal. | laugardaginn 15. sept. |
Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. | laugardaginn 15. sept. |
Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. | sunnudaginn 16. sept. kl. 10.30, seinni réttir lau. 29. sept. kl. 16.00 |
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. | mánudaginn 10. sept. kl. 7.00, seinni réttir mán. 24. sept. og mán. 1. okt. |
Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. | laugardaginn 15. sept. |
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. |
laugardaginn 22. sept. |
Fengið af vef Bændablaðsins