Æt blóm, salat og hnallþórur í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi
Á Syðra-Lágafelli á Snæfellsnesi er lítið kaffi- og listahús sem býður m.a. upp á æt blóm, salat og hnallþórur. Þar er vistvæn ræktun og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin.
28.06.2022
"Við vinnum með hráefni úr héraði og salat, jurtir og blóm úr gróðurhúsum hjá Ræktunarstöðinni Lágafelli. Þar er vistvæn ræktun á salati og jurtum og jarðvarmi frá svæðinu nýttur til að hita upp gróðurhúsin. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera húsið okkar hlýlegt og tökum vel á móti öllum sem koma til okkar með úrvals kaffi og heimagerðum mat og bakkelsi.
Hér má sjá umfjöllun um garðyrkjustöðina á Vísi: Æt blóm í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi