Aðalfundur samtaka um söguferðaþjónustu í Húsafelli
Samtök um söguferðaþjónustu héldu aðalfund samtakanna í Húsafelli og fóru vettvangsferð um uppsveitir Borgarfjarðar núna á þriðjudag og miðvikudag.
12.05.2022
Samtök um söguferðaþjónustu héldu aðalfund samtakanna í Húsafelli og fóru vettvangsferð um uppsveitir Borgarfjarðar núna á þriðjudag og miðvikudag.
„Það var gaman að vera með fólki með mikla reynslu sem lifir og hrærist í ferðaþjónustu og fara um þessar slóðir, fá kynningar, skoða náttúruperlur, heimsækja ferðaþjónustufyrirtæki og upplifa þjónustu og gæði. Það var gott að vera Vestlendingur og geta glaður farið með þessum hóp um svæðið – þar sem ég var stolt bæði af viðkomustöðum og ferðaþjónum þar sem við komum. Vesturland – til að dvelja og njóta" segir Margrét Björk, fagstjóri áfanga- og markaðssviðs SSV.