Ferðamálaráð Vesturlands
Starfsreglur fyrir Ferðamálaráð Vesturlands voru samþykktar á stjórnarfundi SSV þann 26.01.2022 – en jafnframt var samþykkt á þeim fundi að kalla til sterkan hóp hagaðila til að sitja í FMRV fyrsta árið og vinna með okkur að stefnumótun og kynningu á starfi ráðsins, þannig að hægt væri að boða til upplýstrar kosningar í ráðið samkvæmt starfsreglunum fyrir áramótin 2022/2023. En reiknað er með að alltaf sé kosið í FMRV fyrir hver áramót, þannig að Ferðamálaráð með nýtt umboð taki til starfa í upphafi hvers árs.
Reiknað er með að 11 fulltrúar sitji í FMRV; þar af sé formaður fulltrúi eigenda Á&M, fjórir fulltrúar séu frá sveitarfélögunum – einn frá hverju starfssvæði og sex fulltrúar séu frá þjónustuaðilum sem eru með virkan samstarfssamning við MSV. Fulltrúar ferðaþjónustunnar skulu jafnframt vera frá öllum svæðum eins og kostur er og jafnframt tilnefndir sem fulltrúar fyrir mismunandi greinar ferðaþjónustunnar eins og listað hefur verið upp í drögum að starfsreglum sem samþykktar hafa verið af stjórn SSV.
Eftirtaldir fulltrúar voru tilnefndir og tóku sæti í Ferðamálaráði Vesturlands – ráðgefandi stýrihóp fyrir Áfangastaða og Markaðsstofu Vesturlands fyrir árið 2022:
Nafn |
Fyrirtæki |
Fulltrúi |
Páll S. Brynjarsson | SSV | SSV - Eigendur Á&M /MSV - Stjórnarformaður FMRV |
Sigrún Ágústa Helgudóttir | Akraneskaupstaður | Sveitarfélaga / áfangastaðafulltrúi á Suðursvæði |
María Neves | Borgarbyggð | Sveitarfélaga / áfangastaðafulltrúi á Borgarfjarðarsvæði |
Heimir Berg | Snæfellsbær | Sveitarfélaga /áfangastaðafulltrúi á Snæfellsnesi |
Jóhanna María Sigmundsdóttir | Dalabyggð | Sveitarfélaga /áfangastaðafulltrúi í Dölum |
Guðný Ester Aðalsteinsdóttir | Íslandshótel/Fosshótel | Gistiaðilar - allar gerðir gistingar |
Brynjar Sigurðsson | Hótel Laxárbakki | Veitingaaðilar - allar gerðir veitinga |
Bjarnheiður Jóhannesdóttir | Vínlandssetur/Eiríksstaðir | Menning - söfn, setur og sýningar |
Jónas Friðrik H | Krauma | Upplifun og dægradvöl - afþreyingarþjónusta |
Ragnhildur Sigurðardóttir | Svæðisgarðurinn Snæfellsnes | Ferðaskipulag og leiðsögn - gestastofur, upplýsingagjöf og sögufylgd |
Helga Margrét Friðriksdóttir | Landnámssetur Íslands | Skapandi greinar, framleiðsla og sala - listasetur, smásala og vinnustofur |