Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Áfangastaðaáætlun er stefnumótandi aðgerðatengd áætlun varðandi áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála á tilteknu landsvæði á ákveðnu tímabili. Áætlunin er gerð að frumkvæði og samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu, en er unnin af stoðþjónustu ferðamála á umræddu svæði, í samstarfi við sveitarfélög, heimafólk og hagaðila á hverju svæði. 

Áfangastaðaætlun stuðlar að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun, en  er einnig góður grunnur að aukinni samkennd, samráði og samstarfi allra hagaðila ferðamála á Vesturlandi. 

Fyrsta Áfangastaðaáætlun Vesturlands kom út í upphafi árs 2019 (ÁSÁ.Vest. 2018-2020). Þar er ýtarleg greining á sérstöðu svæðisins og þróun ferðamála í landshlutanum. Sú greining stendur enn vel fyrir sínu, því er hún nýtt áfram sem grunnurinn að annarri áfangastaðaáætlun Vesturlands sem unnin var og gefin var út í upphafi árs 2021, og er leiðarljós varðandi þróun og uppbyggingu ferðamála á Vesturlandi árin 2021-2025.