Markaðsstofa Vesturlands
Markaðsstofa Vesturlands
Markaðsstofa Vesturlands ehf. (MSV) var stofnuð 2008 á grunni Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.
Hlutverk MSV er að standa fyrir og sinna ábyrgri opinberri kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi, sérstöðu svæðisins, helstu seglum, útivistar- og upplifunarmöguleikum sem þar er að finna.
Auk þess að styðja við og efla markaðssetningu á áfangastaðnum og þeirri þjónustu sem samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands bjóða á Vesturlandi.
Markaðsstofan er því líka samstarfsvettvangur hagaðila ferðamála á Vesturlandi, þar sem öllum ferðaþjónustuaðilum með starfsemi á Vesturlandi er boðið að gera formlega samstarfssamninga við MSV ef þeir vilja taka þátt í og leggja sitt að mörkum í þessu opinbera kynningar- og markaðsstarfi á áfangastaðnum Vesturlandi.
MSV starfar líka náið með markaðsstofum annarra landshluta á Íslandi, er einnig formlegur samstarfsaðili Íslandsstofu og Ferðamálastofu varðandi markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem áfangastað.
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru hluti af opinberu stoðkerfi ferðamála á Íslandi og starfa hver á sínum landshluta Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu. Sjá vefsíðu: markadsstofur.is
Markaðsstofa Vesturlands hvetur alla hagaðila og þjónustuaðila ferðamála sem starfa á Vesturlandi til að gerast formlegir samstarfsaðilar Markaðsstofu Vesturlands og taka þannig þátt í að efla og kynna áfangastaðinn Vesturland.