Rif á Snæfellsnesi
Rif á Snæfellsnesi er lítið þorp á norðanverðu nesinu. Það hét að fornu Hávarif eða Háarif en er nú aldrei kallað annað en Rif. Þar er starfrækt gistihús í 120 ára gömlu húsi ásamt kaffihúsi.
Í Rifi var áður mesta fiskveiði- og verslunarhöfn á Snæfellsnesi. Framburður Hólmkelsár eyðilagði höfnina svo öll útgerð lagðist þar niður. Nú hefur verið gerð þar góð og varanleg höfn svo Rif hefur endurheimt sína fornu frægð.
Við Rif er mikið kríuvarp sem talið er hið mesta í heimi sem sannarlega er vert að skoða.
Árið 1497 drápu enskir 1467 drápu enski verslunarmenn Björn Þorleifsson hirðstjóra og 7 aðra menn í Rifi. Sagan segir að Ólöf Loftsdóttir, kona hans, hafi sagt er henni bárust tíðindin: "Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna." Sú setning hefur verið i minnum höfð síðan.