Búðardalur í Dölum
- Búðardalur
Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalanna. Þar er matvöruverslun, blómabúð, handverksverslun og ýmis þjónustufyrirtæki, heilsugæsla og grunn- og leikskóli. Á seinni árum hefur Búðardalur ekki síst orðið þekktur fyrir ostagerð en MS hefur verið með vinnslustöð þar í mörg ár. Allir mygluostar MS eru framleiddir þar eins og Dala Hringur, Bónda Brie, Dala Auður, Höfðingi, Kastali og margir fleiri.
Gamla kaupfélagshúsið við höfnina í Búðardal hefur verið gert upp og nefnist nú Leifsbúð. Þar er boðið upp á mismunandi sýningar, kaffihús og upplýsingamiðstöð. Í Leifsbúð er einnig Vínlandssetur þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grændlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þar ferðast gesturinn um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar.
Í Búðardal er einnig tjaldsvæði, gistiheimili og veitinga- og kaffihús ásamt upplýsingamiðstöð
Dalirnir eru sögufrægt hérað þar er meðal annars sögusvið Laxdælu og Sturlungu. Eiríksstaðir í Haukadal eru 17 km frá Búðardal. Að Eiríksstöðum er tilgátuhús byggt á rústum að öllum líkindum frá tíma Eiríks rauða og Þjóðhildar, foreldra Leifs heppna. Þar er hægt að kynnast víkingatímanum á lifandi hátt, leiðsögumenn klæðast víkingaklæðum og kynna fornt handverk um leið og þeir segja sögu staðarins.