Bifröst í Borgarfirði
Bifröst í Borgarfirði er háskólaþorp sem byggir á gömlum merg. Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík en sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst. Þar er rekið hótel og veitingasala.
Fram til 1990 var skólinn deild innan Sambands íslenskra samvinnufélaga og í eigu þess. Síðan þá hefur skólinn verið sjálfseignarstofnun.
Skólinn hefur breyst mikið frá stofnun og hafa þær breytingar verið í takt við breyttar aðstæður og auknar menntunarkröfursamfélagsins.
Margar náttúruperlur eru í næsta nágrenni staðarins og einstaklega fallegar gönguleiðir eru þar í kring. Meðal annars í átt að Hreðavatni og gígurinn Grábrók er í næsta nágrenni. Golfvöllurinn Glanni, sem er 9 holu völlur, er einnig skammt frá.
Frá Bifröst til Reykjavíkur eru um 107 km.