Vesturland valið vetraráfangastaður Evrópu 2019 af Luxury Travel Guide
Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Winter Destination of Europe” 2019 eða vetraráfangastað Evrópu 2019. Þetta er annað árið í röð sem Vesturland hlýtur þennan titil en árið 2017 hlaut það titilinn myndrænasti áfangastaður Evrópu. Þetta er því þriðja árið í röð sem Vesturland hlýtur verðlaun hjá LTG.
Luxury Travel Guide (LTG) sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira en blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland var valið vegna mikillar náttúrufegurðar og er það talið sérstaklega sjarmerandi yfir vetrarmánuðina.
Vetrar áfangastaður Evrópu 2019
Landshlutinn státar sig af sláandi fallegu landslagi og lokkar ferðamenn til sín með loforðum um sögu, eldfjöll, fallega fossa og jökla. Vesturland er heimili Snæfellsjökuls, hins glæsilega jökuls sem trónir á toppi gamals eldfjalls og drottnar yfir nærumhverfinu. Nokkur fyrirtæki bjóða uppá ferðir á Snæfellsjökul en á heiðskírum dögum er útsýnið þaðan stórfenglegt. Vesturland er einnig heimili Langjökuls, næst stærsta jökuls í Evrópu þar sem hin einstöku ísgöng má finna. Nokkur fyrirtæki bjóða uppá ógleymanlegar ferðir uppá jökulinn og í ísgöngin. Ef leitað er eftir góðri heilsulind, þá opnaði Krauma, nýlega, dásamleg náttúruböð við hliðina á Deildartunguhver þar sem fullkomið er að slaka á og njóta náttúrunnar í vatninu frá vatnsmesta hver í Evrópu.
Landshlutinn er fallegur allt árið um kring en hefur sérstakan sjarma yfir sér á Veturna. Það býður ferðamönnum upp á hrífandi nærveru norðurljósanna þegar þau lýsa upp himininn og varpa ljósi á magnað útsýnið um kring.
Þegar Vesturland er annars vegar er af nógu að taka og ferðaþjónusta hefur blómstrað hér á síðustu árum bæði með nýjungum og rótgrónum ferðaþjónustum. Mikið hefur verið lagt í að auka aðgengi og byggja upp áfangastaði. Það eru spennandi tímar framundan á Vesturlandi eins og undanfarin ár.