VESTNORDEN 2024
Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að kaupstefnunni.
Vestnorden er haldin árlega í einu af þremur aðildarlöndum NATA, þ.e. Íslandi, Færeyjum og Grænlandi (annað hvert ár á Íslandi). Á kaupstefnunni fá ferðaþjónustufyrirtæki frá löndunum þremur tækifæri til að kynna þjónustu sína fyrir ferðaskrifstofum allsstaðar að úr heiminum. Undanfarin ár hefur áhugi ferðafólks, víða um heim, á að heimsækja löndin þrjú vaxið mikið og hefur uppbygging og fjölbreytni í ferðaþjónustunni vaxið gríðarlega til að koma til móts við vaxandi eftirspurn. Vestnorden er kjörinn vettvangur til að koma saman, kynnast og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Á Vestnorden er áhersla lögð á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur það vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu.
Í ár hélt Vestnorden upp á 40 ára afmæli og var því fagnað í Þórshöfn við einstaka gestrisni Færeyinga 🇫🇴🇮🇸🇬🇱
Vestnorden verður haldin á Akureyri haustið 2025.