Upptökur frá ráðstefnu Markaðsstofana sem haldin var 15 september
Upptökur frá ráðstefnu Markaðsstofana sem haldin var 15 september
28.09.2016
Hægt er að nálgast upptökur og erindi frá haustfundi Markaðstofa landshlutanna
frá 15. september sl. á PDF formi hér að neðan.
Mikill áhugi var á ráðstefnunni og sóttu hana fjölmargir aðilar af öllu landinu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Dreifing ferðamanna Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu.
Stóra myndin – ferðaþjónusta til framtíðar
- Staða mála og horfur – ferðaþjónustan spurð - Björn Ingi Victorsson, Deloitte
- Dreifing ferðamanna – áhersluverkefni í Vegvísi - Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
- Ferðamaðurinn kemur… Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu
- Ferðamenn um land allt – hvað er nýtt? Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri
Staða landshlutanna – innviðir, stefna, aðgerðir
- Er engin afþreying? Díana Mjöll Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Tanni Travel og formaður Ferðamálasamtaka Austurlands
- Mikilvægi innanlandsflugs sem dreifileiðar - Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands
- Vegagerðin og ferðaþjónusta til framtíðar - Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar
- Er rétt gefið? Sjónarhorn sveitarfélagsins - Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps
- Ferðamaðurinn er gestur Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
- Hænan eða eggið? – Kári Viðarsson, leikhússtjóri Frystiklefans