UPPSKERUHÁTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á VESTURLANDI - OPIÐ FYRIR SKRÁNINGAR
Markaðsstofa Vesturlands mun halda UPPSKERUHÁTÍÐ með samstarfsaðilum sínum og góðum gestum í Borgarnesi 17. október 2024.
08.10.2024
UPPSKERUHÁTÍÐ FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á VESTURLANDI 2024
Dagskrá í Hjálmakletti kl. 15-17
- FRUMSÝNING: Kynning á nýju stafrænu markaðs- og söluverkfæri fyrir áfangastaðinn Vesturland - gagnvirk kynningarmynd sem unnin er í samstarfi við Broadstone og samstarfsaðila MSV
- Fulltrúar frá ferðaskrifstofum á Höfuðborgarsvæðinu mæta á kynninguna + samtal og "netagerð/tengslamyndun" við þá ferðaþjónustuaðila Vesturlands sem verða á staðnum eftir kynninguna
- Ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi er boðið á þessa UPPSKERUHÁTÍÐ og geta þá nýtt tækifærið til að hitta fulltrúa frá ferðaskrifstofunum, mynda tengsl og kynna sína starfsemi
- Léttar veitingar í boði
VONUMST TIL AÐ MARGIR SKRÁI SIG OG MÆTI - TIL AÐ FAGNA ÞESSUM ÁFANGA, TAKA Á MÓTI GÓÐUM GESTUM, KYNNA ÁFANGASTAÐINN VESTURLAND, EFLA TENGSLIN OG GLEÐJAST SAMAN -