Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tækifæri í móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Vesturlandi

Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta er Nora verkefni sem kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við AECO þar sem unnið er með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.
Akraneshöfn
Akraneshöfn
Verkefnið gengur út á að heimamenn, þar sem skemmtiferðaskip koma í höfn, leggi línurnar og móti stefnu um hvernig þeir vilja taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.
 
 

Helstu vörður verkefnisins :

Ráðgert er að halda málstofu á netinu um tækifæri sem geta falist í móttöku skemmtiferðaskipa og skipagesta. Þá verður reynt að fá fólk með reynslu til að segja frá því hvernig hefur gengið og skoða hvers skipafélögin vænta varðandi móttökur og þjónustu í landi. Ekki er komin endanleg dagsetning á þessa málstofu en hún verður auglýst um leið og það liggur fyrir.

Vinnusmiðjan sem er þriðji liður í verkefninu, verður haldin á Akranesi þann 1. mars, þar sem saman koma helstu aðilar sem að verkefninu koma ásamt áhugasömum hagaðilum sem fá tækifæri til að taka þátt í að setja saman ákveðnar viðmiðunarreglur fyrir gesti skemmtiferðaskipa á Akranesi og gestgjafa þeirra.

Dagskrá vinnusmiðju 1. mars

 

13:00 - 13:05 Vinnusmiðja byrjar

13:05 - 13:15 Kynning Markaðsstofu Vesturlands

13:15 - 13:30 Kynning á AECO og uppsetningu á viðmiðunarreglum

13:30 - 14:20 Umræður um ferðaþjónustu og áskoranir í ferðaþjónustu á Akranesi

14:20 - 14:35 Stutt hlé

14:35 - 15:30 Þátttakendum er skipt í hópa sem vinna að lausnum á áðurnefndum áskorunum í formi viðmiðunarreglna

15:30 - 15:50 Þátttakendur kynna sínar niðurstöður

15:50 - 16:00 Umræður um innleiðingu á viðmiðunarreglum og næstu skref

16:00 Vinnusmiðja endar

Vinnusmiðja-skráning