Tækifæri í móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Vesturlandi
Helstu vörður verkefnisins :
Ráðgert er að halda málstofu á netinu um tækifæri sem geta falist í móttöku skemmtiferðaskipa og skipagesta. Þá verður reynt að fá fólk með reynslu til að segja frá því hvernig hefur gengið og skoða hvers skipafélögin vænta varðandi móttökur og þjónustu í landi. Ekki er komin endanleg dagsetning á þessa málstofu en hún verður auglýst um leið og það liggur fyrir.
Vinnusmiðjan sem er þriðji liður í verkefninu, verður haldin á Akranesi þann 1. mars, þar sem saman koma helstu aðilar sem að verkefninu koma ásamt áhugasömum hagaðilum sem fá tækifæri til að taka þátt í að setja saman ákveðnar viðmiðunarreglur fyrir gesti skemmtiferðaskipa á Akranesi og gestgjafa þeirra.
Dagskrá vinnusmiðju 1. mars
13:00 - 13:05 Vinnusmiðja byrjar
13:05 - 13:15 Kynning Markaðsstofu Vesturlands
13:15 - 13:30 Kynning á AECO og uppsetningu á viðmiðunarreglum
13:30 - 14:20 Umræður um ferðaþjónustu og áskoranir í ferðaþjónustu á Akranesi
14:20 - 14:35 Stutt hlé
14:35 - 15:30 Þátttakendum er skipt í hópa sem vinna að lausnum á áðurnefndum áskorunum í formi viðmiðunarreglna
15:30 - 15:50 Þátttakendur kynna sínar niðurstöður
15:50 - 16:00 Umræður um innleiðingu á viðmiðunarreglum og næstu skref
16:00 Vinnusmiðja endar