Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stærstu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna frá upphafi

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fóru fram í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar síðastliðinn. Mannamót eru hluti af Ferðaþjónustuvikunni sem var haldin dagana 14.-16. janúar víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið.
Silja, Maggi og Aron frá Simply the West á Mannamótum 2025
Silja, Maggi og Aron frá Simply the West á Mannamótum 2025

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fóru fram í Kórnum í Kópavogi þann 16. janúar síðastliðinn. Metaðsókn var á sýninguna og fór gestafjöldi vel yfir þúsund manns. 255 fyrirtæki víðs vegar af landinu stilltu upp glæsilegri sýningu sem endurspeglaði vel hversu fjölbreytt ferðaþjónustan á landsbyggðinni er orðin.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. 

Styrktaraðilar Mannamóta 2025 eru Norlandair og Isavia innanlandsflugvellir

Smelltu hér til að sjá myndir frá Mannamótum 2025. 

Ferðaþjónustuvikan var haldin í annað skiptið dagana 14.-16. janúar. Dagskráin var fjölbreytt og mörg fróðleg og áhugaverð erindi voru flutt víða um höfuðborgina þar sem áhersla var lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni. 

Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslandsstofa, Ferðamálastofa, Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar.