Seglar Vesturlands út frá leitaráhuga - Kynning á niðurstöðum
Margt áhugavert er að finna í niðurstöðum skýrslunnar, þar er gert grein fyrir úttekt á leitaráhuga í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Íslandi á ferðatengdum leitarorðum fyrir Vesturland. Enn fremur birtum við heildarfjölda myllumerkja á bak við Instagram-pósta vinsælustu ferðamannastaðanna sem gefur einnig vísbendingu um vinsældir viðkomandi staða. Við munum sýna niðurstöður heilt yfir allt Vesturland en einnig fyrir hvert svæði fyrir sig, en þau eru; Akranes og Hvalfjörður, Borgarfjarðarsveit, Snæfellsnes og Dalir.
Enn fremur birtum við niðurstöður yfir vinsældir bæja á svæðinu í leit á þessum þremur mörkuðum.
Á fundinum mun Datera fara yfir niðurstöður og sýna fram á hvernig fyrirtæki geta nýtt sér þessi gögn til að koma sér á framfæri.
Fundurinn fer fram á Teams föstudaginn 13. september klukkan 10:00. Fundarboð verður sent út í aðdraganda fundarins og því nauðsynlegt að skrá sig.