Ratsjáin 2025 - Skráning hafin!
Skráning er hafin í Ratsjána sem fer aftur af stað í janúar 2025.
29.11.2024
Hefur þú áhuga á að koma með í ferðalag framtíðarinnar í ferðaþjónustu? Nú er tækifæri til að taka þátt í Ratsjánni sem hefst í janúar 2025!
Ratsjáin er þróunarverkefni fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem vilja efla getu sína og auka samkeppnishæfni í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu. Um er að ræða fimm lotur en þátttakendur fá aðgang að sérstöku vinnusvæði á netinu þar sem þeir fá fræðslu, aðgang að leiðsögn og stuðningi frá sérfræðinum í ferðaþjónustu og taka þátt í verkefnavinnu.
- Umsóknarfrestur: 17. janúar 2025
- Kynningarfundur (Kick-off): 15. janúar 2025 í Reykjavík á Ferðaþjónustuvikunni
- Verkefnið hefst formlega: 28. janúar 2025
- Lokaviðburður: 3. apríl 2025 á Akureyri
Þátttökugjald er aðeins 15.000 krónur á fyrirtæki, og hægt er að nýta starfsmenntasjóði til að mæta kostnaði.