Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Innviðir bættir í Snæfellsjökulsþjóðgarði

Mikil innviðauppbygging hefur verið að eiga sér stað í Snæfellsjökulsþjóðgarði og hefur aðstaða við Saxhól, Djúpalónssand og Svalþúfu verið bætt verulega.

Þessi misserin standa yfir framkvæmdir í Snæfellsjökulsþjóðgarði þar sem verið er að bæta aðgengi og öryggi gesta og stuðla að verndun náttúru á þeim svæðum sem aðsókn ferðamanna er hvað mest. 

Á meðal framkvæmda er frágangur á útsýnispalli á Saxhól ásamt því að koma fyrir hraungrýti, sætum sem hægt er að tylla sér á og steinþrepum. Þá hefur bílastæði ofan við Djúpalónssand verið lagfært, malbikað og stæði merkt. Við Svalþúfu hefur aðgengi og öryggi verið bætt þar sem útsýnispallur var lagfærður, handriði bætt við og hjólastólarampur breikkaður. 

Framkvæmdir í Snæfellsjökulsþjóðgarði munu halda áfram og til stendur að malbika bílastæði við Saxhól og merkja stæði sérstaklega fyrir rútur og fólksbíla. Einnig verður útbúin áningastaður og gönguleið frá bílastæðinu að þrepunum upp á hólinn. Við Djúpalón er áætlað að byggja nýtt salernishús, klára gerð bílastæðis við þjóðveg og það verður einnig malbikað og stæði merkt. 

Gestir þjóðgarðins hafa sýnt jákvæðni gagnvart framkvæmdunum og landverðir fagna mjög.

Sjá frétt frá þjóðgarðinum: Innviðir bættir í Snæfellsjökulsþjóðgarði