Í stuttu máli - örþáttaröð aðgengileg á netinu
Í kjölfar menntamorgna ferðaþjónustunnar voru teknir upp stuttir örþættir þar sem málefni hvers menntamorguns voru rædd. Þessir örþættir eru nú aðgengilegir á vef hæfnisseturs.
23.08.2024
Markaðsstofur landshlutanna, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar tóku höndum saman við verkefnið "Menntamorgnar ferðaþjónustunnar„ þar sem viðfangsefni stjórnenda og starfsmanna í ferðaþjónustu voru rædd með fróðlegum erindum frá sérfræðingum úr ýmsum geirum. Í kjölfarið voru teknir upp stuttir þættir þar sem farið var nánar ofan í ákveðin málefni. Þessir þættir eru nú aðgengilegir á vef Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.