Hótel Varmaland hefur hlotið gæðavottun Vakans
Í hjarta Borgarfjarðar, umkringt fallegri náttúru og friðsæld, stendur Hótel Varmaland, nýlegt og fallegt hótel sem hefur upp á öll helstu gæði sem gististaðir á Íslandi hafa upp á að bjóða. Þar er mikil áhersla lögð á umhverfisábyrgð, sjálfbærni og upplifun gesta er ávallt höfð í fyrirrúmi.
Nýlega hlaut Hótel Varmaland og veitingastaðurinn Calor gæðavottun Vakans og bronsmerki í umhverfishluta gæðakerfisins stendur hótelið þar með undir gæðamerkjum fjögurra stjörnu gististaða ⭐️⭐️⭐️⭐️
Vakinn er byggður á nýsjálenska gæða- og umhverfiskerfinu Qualmark en hefur kerfið verið aðlagað að íslenskum aðstæðum. Helstu markmið Vakans eru að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu auk þess að stuðla að samfélagslegri ábyrgð meðal ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Vakinn er þannig ákveðið verkfæri sem veitir leiðsögn fyrir fyrirtæki í að bæta rekstur og starfshætti sína um leið og þau auka gæði, öryggi og sjálfbærni. Gæðaviðmið Vakans byggja á viðmiðum Hotelstars sem rúmlega tuttugu Evrópulönd vinna eftir og er það eina viðurkennda hótelflokkunin hér á landi.