Fjöldi ferðamanna á fjölförnum áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi
Hraunfossar í Borgarfirði og Djúpalónssandur á Snæfellsnesi eru meðal þeirra áfangastaða á Suður- og Vesturlandi sem rannsakaðir voru á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Háskóla Íslands þar sem rannsökuð voru þolmörk ferðamanna og fjöldi þeirra á fjölförnum áfangastöðum.
Í skýrslunni: Fjöldi ferðamanna á átta áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi 2014 til 2015, sem tekin var saman af dr. Rögnvaldi Ólafssyni og Gyðu Þórhallsdóttur um hluta rannsóknarinnar koma fram niðurstöður um mat á fjölda ferðamanna sem eru gríðarlega mikilvægar upplýsingar við skipulag ferðamennsku hérlendis. Jafn umfangsmikil talning á ferðamönnum hefur aldrei verið framkvæmd fyrr á Íslandi en nú er komin aðferð til að fylgjast með dreifingu ferðamanna um landið á mismunandi árstímum sem eru góðar fréttir fyrir aðila sem starfa að ferðamálum hér á landi.
Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér