Það er kominn sumarhugur í starfsfólk Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands
Starfsfólk Áfangastaða- og Markaðsstofu Vesturlands er komið í sumarskap og vinnur ötullega að síðustu verkefnum vorannarinnar þessa dagana.
Eitt af síðustu verkefnum okkar, fyrir sumarfrí, er að fara í vettvangsferðir um landshlutann, heimsækja samstarfsaðila og dreifa borðkortum á svæðin og nú, þegar borðkortið eru á síðustu metrunum í hönnun og fer senn í prentun, styttist í að við förum á stjá um svæðin. Við þjófstörtuðum þó á dögunum og kíktum í heimsókn í Stykkshólm þar sem við rákum nefin inn hjá samstarfsaðilum og nutum veðurblíðunnar í Hólminum. Það var góð stemning að vanda og vel tekið á móti okkur þar sem við komum og bjartsýni ríkti fyrir annasömu sumri í ferðaþjónustu. Ferðamenn voru sýnilegir um allan bæ og þéttsetið á veitingastöðunum sem og öðrum stöðum í bænum. Þessi byrjun á sumrinu leggst vel í okkur 😊